Færsluflokkur: Menning og listir
27.6.2008 | 19:08
Bekkurinn tekinn
Jæja núna var loksins æfing, tók bekk með Bollunni, kallinn smellti 82,5kg á stöngina og það fór upp 4 sinnum í þremur settum ekki alveg nógu gott.
Bollan tók 102,5 3X5 nokkuð örugglega miðað við hann.
Tókum líka þröngan bekk bicep og tricep þungt, Kallinn er helmassaður á handleggjunum!!!
26.6.2008 | 19:44
Engin æfing
Jæja, kallinn er alltaf upptekinn og busy svo að Bollan og Bjössi bekkur fóru einir í gymið áðan.
Fregnir herma að það hafi átt að fara í bætingar,.
Fyrst fóru þeir í Beygjur, Bollan náði víst 155kg 3X5, hann var seigur þar og segist taka 160 næst. Spenntur að sjá hvenrig það fer.
Bekkurinn fór í 100 og svo 110 einu sinni, svo átti að taka 120 með vafningum og stælum. Gekk ekki. Sorrý
Svo átti að taka dedd Bekkurinn ætlaði að taka Tínó á heimavelli, óð upp með 140 og svo voru 150 sett á. Bekkurinn tosaði en ekki fór það upp.
Bollan tók eitthvað aðeins á því en hafði vit á að reyna enga vitleysu.
Donninn lofar að taka á því á næstu dögum.
Farið varlega þangað til, Tínó
24.6.2008 | 09:06
Er þetta heiðarlegt???
Donninn komst ekki í gymið í gær, Bollannn sagðist hafa mætt og tekið stutta æfingu. Og hvað haldið þið, hann bætti sig í bekk fór í 115!
Og þar með 500 total.
Það er nátturlega bara tilviljun að þetta gerist þegar engin vitni eru til staðar, hann sagðist hafa fengið pólskan strák til að standa við. Trúlegt að þetta hafi gerst.
Tínó sá síðustu tilraun við 115, hún endaði með kinnaroða og vandræðagangi hjá Bollunni, og upp fór það ekki.
Kæru vinir, ég læt ykkur eftir að dæma hvort að þessi 115kg fóru upp hjá Bollunni.
Tínó
2.6.2008 | 14:20
Harðsperrur
Fór á Blönduós um helgina að miðla af reynslunni í fangbrögðum.
Landsliðsæfing fyrir heimsmeistarmótið í sumar, sem verður í Hróarskeldu.
Tók á þessum drengjum og kenndi þeim nokkrar lexíur.
Er að drepast úr harðsperrum skrifa aftur þegar þær réna.
Ykkar, Tínó
30.5.2008 | 22:15
Ég er þreyttur
Æfingin í kvöld var erfið, Bollan náði að klára 150 3X150 í beygjunum furðulétt. Spurning um að setjan í lyfjapróf.
Donninn sjálfur lagði áherslu á stílinn og tók 60 oft og mörgum sinnum í mörgum settum, með batnandi stíl.
Eftir það voru réttur og kreppur, klemmur og glennur.
Á morgun er það Blönduós, æfingabúðir í glímu og fleiri föngum, læt vita hvenrig fer.
Ykkar, Tínó
30.5.2008 | 08:15
Business as usual
Bekkur í gærkvöldi Bollan tók 100 3X5 nokkuð létt sagði hann, enginn til að standa við-engin vitni. Ætli hann hafi tekið þetta.
Kallinn var í fantaformi og tók 80 2X5 og Bollan vildi hækka í 82,5 í síðasta setti það fauk upp fjórum sinnum og endaði með 250gr hjálp í síðustu lyftu.
Eftir þetta var tekið á tricep og vömb; fín æfing
Tínó
28.5.2008 | 21:14
Hvað tákna þessi merki?
Fyrir utan að vera lítil og ljót; þá tákna þau vonleysi, minimáttarkennd, uppgjöf, tapáráttu, leiðindi og almennt þunglyndi.
Þannig líður Tínó núna.
Bætingar tókust ekki, 140 voru ótrúlega létt en komust ekki í lokastöðu, ömurlegt.
Bollan klikkaði að sjálfsögðu á 210 og kenndi slakri greip um, auminginn; skrifstofublókin.
Núna verður stefnubreyting engar bætingar næstu fjórar vikur. Núna snýst allt líf Donnans um 3X5 í beygjum og bekk, ekkert truflar það og allt verður gert með það að marki að bæta Kallinn í 3X5 ALLT
á morgun er bekkur 80kg 3X5 og Orri Bolla tekur 100 3X5 eftir það verður eitthvað teygjutvist til að styrkja tricep og axlir.
Á föstudaginn verða beygjur 60X5, 70X5 og 80X5 það skal upp, Bollan ætlar að taka 150 3X5; spurning hvaða afsökun hann skáldar. Eftir þetta verður kreppa,rétta klemma, glenna, Kálfar og svo bumbu kreppur.
að fjórum vikum liðnum verða bætingar.
Og fegurðin ein mun ríkja
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 13:14
I WANT TO MAKE IT PERFECTLY CLEAR
Sælar stúlkur
Það verða bætingar aftur í dag.
Takmarkið er 150kg í deddi. Það skal upp
Bollan fær að æfa með mér, en greyið nær nú líklega ekki að bæta sig.
Þessi lagði líka áherslu á að hlutirnir væru fullkomlega skýrir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2008 | 19:56
IRONMASTER!!!
Gott kvöld góðir lesendur, Tínóinn fleygði upp ógurlegum bætingum og tók menn til bæna í dag. Mætti seint vegna uppáhellinga í erfidrykkju en þegar komið var í gymið var Bollan að rembast á bekknum og var búin að setja 115kg á stöngina. Hann klúðraði í fyrstu tilraun, var að gera sig kláran í aðra þegar Kallinn mætti. Donninn virti þessa dellu ekki viðlits en fór beint á brettið að hita upp fleskið.
Svo heyrðust stunur og í ljós kom að bollan hafði ekki náð að klára 115 og er því fastur í 110, vesalingurinn.
Don Tínó fór á bekkinn og byrjaði á 60 fimm sinnum, 80 tvisvar, stökk í 90 og engin fyrirstaða. 95kg á stöngina vömbin spennt og rifið í járnin. Upp eins og fis, ekkert mál, öskraði samt ógurlega til að vekja aðdáendurna. Þeir þyrptust að!
100kg voru næst, þriggja stafa tala og ekki nema svaðamenni og hálftröll sem tekið hafa slíkar þyngdir.
Tekið skal fram að hvíldir voru sama og engar milli lyfta.
Á bekkinn og spennti vömb, greip í járn og reif af statífum.
Niður, Bollan hvatti eins og kettlingur og þyngdin lagði af stað, upp, upp,,,,,,upp.
En ekki alla leið, Bollan greip inní og lyfti ca. 250gr. undir og kláraðist lyftan þannig.
Donninn lofar öllum lesendum að þetta fer upp fyrir miðjan júní!
Kærar þakkir fyrir hvatninguna,
Adios, Tínó
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.5.2008 | 09:54
VESTFJARÐASKELFIR
Jæja þá er búið að sýna þeim fyrir Vestan hvernig á að heilla dömurnar. Það var nú ekki flókið mál.
Þeir voru með glímumót og treystu engum til að dæma nema mér, enda með sérlega næmt auga og mikill sjáandi.
Bollan stalst í gymið í gær og það varð að sjálfsögðu engin frægðarför. Fór að rembast með 140 3X5 í beygjum tókst það að vísu en... Endaði með rassinn út úr buxunum fyrir allra augum.
Svona fer þegar menn rjúka út í eitthvað án leiðsagnar Donnans. Fannar fagri varð vitni að skandalnum og sagði að þarna hefði tvímælalaust verið um flass ársins að ræða.
Orri Bolla í góðum gír á
grímuballi Herbalife neytenda
Læt þetta duga í bili.
El Gordo.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)