27.5.2008 | 19:56
IRONMASTER!!!
Gott kvöld góðir lesendur, Tínóinn fleygði upp ógurlegum bætingum og tók menn til bæna í dag. Mætti seint vegna uppáhellinga í erfidrykkju en þegar komið var í gymið var Bollan að rembast á bekknum og var búin að setja 115kg á stöngina. Hann klúðraði í fyrstu tilraun, var að gera sig kláran í aðra þegar Kallinn mætti. Donninn virti þessa dellu ekki viðlits en fór beint á brettið að hita upp fleskið.
Svo heyrðust stunur og í ljós kom að bollan hafði ekki náð að klára 115 og er því fastur í 110, vesalingurinn.
Don Tínó fór á bekkinn og byrjaði á 60 fimm sinnum, 80 tvisvar, stökk í 90 og engin fyrirstaða. 95kg á stöngina vömbin spennt og rifið í járnin. Upp eins og fis, ekkert mál, öskraði samt ógurlega til að vekja aðdáendurna. Þeir þyrptust að!
100kg voru næst, þriggja stafa tala og ekki nema svaðamenni og hálftröll sem tekið hafa slíkar þyngdir.
Tekið skal fram að hvíldir voru sama og engar milli lyfta.
Á bekkinn og spennti vömb, greip í járn og reif af statífum.
Niður, Bollan hvatti eins og kettlingur og þyngdin lagði af stað, upp, upp,,,,,,upp.
En ekki alla leið, Bollan greip inní og lyfti ca. 250gr. undir og kláraðist lyftan þannig.
Donninn lofar öllum lesendum að þetta fer upp fyrir miðjan júní!
Kærar þakkir fyrir hvatninguna,
Adios, Tínó
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:10 | Facebook
Athugasemdir
Það er sjá, að vesturför hefur gert kappanum gott. Verstfirska loftið hefur blásið mörgum manninum byr í bumbu, svo á einnig við um okkar mann. Donninn mætir greinilega til baka endurnærður og tilbúínn í átökinn. Ég hef trú á að þriggjastafatölu þyngdin fjúki upp eins og dúnn hjá BIG D í byrjun Júní.
Jón Birgir Valsson, 27.5.2008 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.