Stressdagur

Brjálað að gera í dag, undirbúningur er á góðri leið, búinn að lesa helling um borgirnar og til í slaginn.

Hópurinn er klár og í startholunum, Fljúgum héðan kl. 17:20 á miðvikudag. Mæting á flugbarinn, snemma.

Planið í New York er að slappa af og gera sig kláran fyrir flugið niðureftir. Förum út að borða og skoðum mannlífið þessi tvö kvöld. Lagt verður af stað til Brasilíu að morgni þess fjórtánda og lent seinnipartinn, í Sao Paulo og haldið rakleiðis áfram í flugi upp til Salvador; það verður nóg af flugvélamat og einn og einn kaldur með.........

Læt vita um leið og eitthvað er að frétta!

Donninn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Já Passið ykkur bara á flugdólgunum, hef heirt að það sé fullt af þeim þarna vestan hafs, sérstaklega þeim sem eru að fara eitthvað suður á bógin eins og t.d. Kúbu.

Pétur Eyþórsson, 7.3.2008 kl. 22:46

2 identicon

Kostuleg þrífarakeppnin. Aðskildu bræðurnir hittast á ný.  Finnst Donnin eins og Ronnin og Trausti Víg eins og Devitoinn.   Hvar hefur Villi víðförli verið ?

Hlakka til að fylgjast með ferð ykkar til Brasilíu Góða ferð og verið stilltir.

Maria (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:00

3 Smámynd: Donninn

Stilltir!?!?!?

Donninn, 8.3.2008 kl. 16:22

4 identicon

Verst ef Donninn verður uppgvötaður í ferðinni og við á skerinu fáum aldrei að njóta glímufegurðinar hér aftur...............

e

En annars passið ykkur á vaxinu þarna..

Snorri Þ (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 20:53

5 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Donninn á örugglega ekki í vandræðum með vaxið, enda vaxið mikið. Ronninn er líkastur!!!

Jón Birgir Valsson, 8.3.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: Jón Birgir Valsson

Heyrst hefur, að Donninn hafi farið á krefjandi undirbúningsnámskeið upp í Seljahverfi fyrir utanlandsförina ,seinnipart laugardags sem varaði sleitulaust til hádegis á sunnudag. Hvort um var að ræða námskeið um hvernig eigi að bregðast við flugdólgaárás, eða námskeið um vax og áhrif þess, eða eitthvað allt annað, skal ósagt látið..

Jón Birgir Valsson, 9.3.2008 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband